Baltasar Kormákur og stórstjarnan Idris Elba voru í góðum gír í Museum of Modern Art í New York í byrjun vikunnar þegar spennutryllirinn Beast, nýjasta mynd þess síðarnefnda, var forsýnd, en Balti segir hana aðeins vera upphafið á frekara samstarfi þeirra.’Þetta var geggjað og ég verð að segja alveg eins og er að ég hef aldrei upplifað svona stemmara á frumsýningu,’ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem forsýndi nýjustu mynd sína, spennutryllinn Beast, í Museum of Modern Art í New York á mánudaginn.