Þriggja ára og aldrei verið á leikskóla

Estimated read time 1 min read

Dóttur Leu Gestsdóttur Gayet, Lovísa, er tæplega þriggja ára og hefur aldrei verið á leikskóla þrátt fyrir að viðmið flestra bæjarfélaga sé um 18 mánaða. Lea á eina viku eftir að sumarleyfi sínu og fékk svar í morgun að dóttir hennar fái pláss á leikskólanum Múlaborg þar sem, samkvæmt vef Reykjavíkurborgar, er verið að bæta við 60 nýjum plássum við þau 80 sem fyrir voru.Leikskólinn er staðsettur í Ármúla. Á vef Reykjavíkurborgar segir að leikskólinn eigi að hefja starfsemi í ágúst á þessu ári en þó settir við það ýmsir fyrirvarar.

You May Also Like